Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hlaðvarp Víkurfrétta óskar eftir dagskrárgerðarfólki
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 17. október 2022 kl. 10:42

Hlaðvarp Víkurfrétta óskar eftir dagskrárgerðarfólki

Hefur þig dreymt um þitt eigið hlaðvarp en ekki tekið skrefið? Viltu taka þátt í umræðunni með okkur á Víkurfréttum í vetur? Ertu til í að vinna við dagskrárgerð og taka upp einn þátt í viku eða kannski bara einn þátt í mánuði?

Hlaðvarp eða Podcast er ekki nýtt af nálinni. Við hjá Víkurfréttum höfum bara verið í grunnu lauginni og birt þættina Suður með sjó sem hlaðvarp. Nú er komið að því að skella sér í djúpu laugina og bæta í hlaðvarpsflóruna í vetur með nýjum þáttum, um allt milli himins og jarðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ert þú til í að ganga til liðs við okkur í vetur og sjá um hlaðvarpsþátt? Við erum að leggja lokahönd á nýtt stúdíó þar sem verður aðstaða til að taka á móti gestum og ræða við þá á bakvið hljóðnemann og/eða framan við myndavélina.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu, þá máttu endilega senda okkur línu á [email protected].