Hjúkrunarheimilið að Nesvöllum eins árs
Íbúar gerðu sér glaðan dag og fengu góða gesti í heimsókn.
Glatt var á hjalla, góður heimilismatur og harmonikkutónar ómuðu í hjúkrunarheimilinu að Nesvöllum á dögunum þegar eitt ár var liðið frá því að Hrafnista tók við rekstri þess. Í tilefni tímamótanna litu bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson og samstarfsfólk hans hjá bæjarfélaginu við í hádegismat. Af því loknu skoðuðu þau hjúkrunarheimilið með forstöðukonu heimilisins, Hrönn Ljótsdóttur, forstjóra Hrafnistu, Pétri Magnússyni og formanni Stjórnar Sjómannadagsráðs, Guðmundi Hallvarðssyni.
Meðfylgjandi myndir tók Oddgeir Karlsson.