Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjúkrunarheimilið að Nesvöllum eins árs
Góðir gestir mættu.
Þriðjudagur 17. mars 2015 kl. 16:24

Hjúkrunarheimilið að Nesvöllum eins árs

Íbúar gerðu sér glaðan dag og fengu góða gesti í heimsókn.

Glatt var á hjalla, góður heimilismatur og harmonikkutónar ómuðu í hjúkrunarheimilinu að Nesvöllum á dögunum þegar eitt ár var liðið frá því að Hrafnista tók við rekstri þess. Í tilefni tímamótanna litu bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson og samstarfsfólk hans hjá bæjarfélaginu við í hádegismat. Af því loknu skoðuðu þau hjúkrunarheimilið með forstöðukonu heimilisins, Hrönn Ljótsdóttur, forstjóra Hrafnistu, Pétri Magnússyni og formanni Stjórnar Sjómannadagsráðs, Guðmundi Hallvarðssyni.

Meðfylgjandi myndir tók Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024