Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 14:02

Hjördís opnar myndlistarsýningu

Hjördís Árnadóttir opnar myndlistasýningu að Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ, föstudaginn 28. nóvember kl. 17:00.  Sýninguna nefnir hún "Bláa landið", en myndefnið sækir hún í eigin undirmeðvitund og lýsir  þeim hughrifum sem íslenskt landslag hefur á hana. Flestar myndanna eru unnar í akríl á striga. Sýningin verður opin laugardaginn 29. nóvember frá kl. 10:00 til 16:00 og sunnudaginn 30. nóvember frá kl.  14:00 til 17:00. Nánari opnunartími verður auglýstur síðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024