Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjólbörutónleikar í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt
Föstudagur 21. ágúst 2015 kl. 11:22

Hjólbörutónleikar í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt

– Elmar Þór, Arnór og Kjartan Már

Boðið verður upp á hjólbörutónleika í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt þar sem tekið verður á móti óskalögum gesta úr sal og léttleikinn í fyrirrúmi. Elmar Þór Hauksson, Arnór B. Vilbergsson og Kjartan Már Kjartansson munu flytja lög af rúmlega 100 laga lista, sem rúmast í einum hjólbörum, og verður efnisskráin þannig til á staðnum.

Þeir sjá sjálfir um kynningar og verður eflaust slegið á létta strengi og fróðlegt að sjá hvaða lög fá flest atkvæði tónleikagesta.

Tónleikarnir hefjast kl. 18.00 fimmtudaginn 3. september og er miðaverð kr. 1500. Miðasala hefst við innganginn kl. 17:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024