Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hjólalest andaði að sér fjörulofti og horfði á seli að leik
Mánudagur 21. september 2009 kl. 17:17

Hjólalest andaði að sér fjörulofti og horfði á seli að leik

Um tuttugu Garðbúar lögðu sitt af mörkum í þágu vistvænna samgangna sl. laugardag þegar hjólalest fór um Garðinn. Hjólað var frá bæjarskrifstofu, út Garðbraut að Heiðartúni þar sem haldið var uppeftir að Fríholti. Þá lá leiðin niður Heiðarbraut og svo áleiðis út að Garðskaga. Á skaganum sóttu hjólagarpar sér orku í fersku fjörulofti en á meðan hvíldinni stóð sáust tveir selir að leik í sjávarmálinu. Að ferðinni lokinni var boðið uppá svaladrykk en það voru ánægðir Garðbúar sem hvíldu sig við bæjarskrifstofuna eftir u.þ.b. 7 km. langan hjólatúr.

Hjólalestin var hluti af skipulagðri dagskrá samgönguviku í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á morgun, þriðjudag frá kl. 10 - 12,  mun Landvernd kynna vistakstursherma á  bæjarskrifstofunni og eru allir velkomnir. Á myndina vantar fjóra hjólagarpa.

Mynd: www.garður.is