Hjólaköppum færð viðurkenning
Ragna H. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, heimsótti slökkvistöðina í Keflavík fyrir helgi með viðurkenningu sem hún færði köppunum sem hjóluðu í kringum landið í sumar til stuðnings langveikum börnum undir kjörorðinu Hjólað til góðs.
Verkefnið hefði tekist vonum framar en safnast hafa rúmlega 2,3 milljónir. Við þetta tækifæri afhenti Hafrún Víglundsdóttir úr Garðinum Umhyggju 300 þúsund krónur í þetta verkefni. Samtals hefur Hafrún þá styrkt verkefnið Hjólað til góðs um 400 þúsund krónur og voru henni færðar miklar þakkir fyrir. Enn er hægt að leggja inná reikning Umhyggju í Sparisjóðnum 1109-05-411115, kennitala 610269-3389.
Mynd: Fv. Árni Óla, Hafrún Víglundsdóttir, Gestur Kolbeinn Pálmason, Ragna H. Marinósdóttir, Jóhannes Kristbjörnsson og Sigmundur Eyþórsson.
VF-mynd: elg