Mannlíf

Hjólaferð um Reykjanesbæ
Þriðjudagur 4. júlí 2017 kl. 06:00

Hjólaferð um Reykjanesbæ

Fimmtudaginn 6. júlí verður boðið upp á fjölskylduvæna hjólaferð um Reykjanesbæ. Það er þríþrautardeild UMFN sem hefur umsjón með hjólaferðinni. 

Lagt verður af stað frá Reykjaneshöllinni kl. 19 og áætlað að ferðin taki um tvo klukkutíma. Byrjað verður að hjóla upp á Ásbrú þar sem hjólað verður á nýjum stígum. Leiðin til baka að Reykjaneshöll verður farin meðfram sjónum.

Ferðin er fjölskylduvæn og tilvalið tækifæri fyrir innan- og utanbæjarfólk til þess að kynnast útivistarleiðum í Reykjanesbæ. Enginn þátttökukostnaður er í ferðina og þátttakendur eru á eigin ábyrgð.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25