Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjólaði hringinn um Ísland og endaði á „Klemmanum“
Fimmtudagur 5. september 2013 kl. 11:34

Hjólaði hringinn um Ísland og endaði á „Klemmanum“

Klemenz Sæmundsson hélt upp á fimmtugsafmæli sitt með glæisbrag í gær. Þá lauk hann níu daga hjólreiðaferð umhverfis Ísland. Þegar hann hafði lokað hjólahringnum setti hann á sig hlaupaskó og hljóp 23,5 km. hring um Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði. Hringurinn kallast „Klemminn“ en í mörg ár hefur Klemenz hlaupið þennan hring á gamlársdag.

Fjölmargir tóku þátt í hlaupinu í gær, nú eða gengu. Þá hjóluðu nokkrir „Klemmann“. Þegar í mark var komið var boðið upp á veitingar í tilefni dagsins.

Klemenz hreppti mikinn mótvind stóran hluta hringferðar sinnar um landið. Veðurguðirnir voru hliðhollir honum á fyrstu þremur dagleiðunum og svo í gær. Þá fór hlaupið fram í sól og stilltu veðri.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í hlaupinu.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024