Hjólað í Byko til styrktar góðu málefni
Rynkeby-hjólafólk á Íslandi hjólaði um eitt þúsund kílómetra í verslunum Byko síðasta laugardag. Suðurnesjahjólarar mættu í verslunina í Reykjanesbæ, hjóluðu og seldu páskaegg til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Eggin verða til sölu í Byko til 7. mars.
Team Rynkeby er stórt góðgerðarverkefni í Evrópu. Það hófst þegar nokkrir starfsmenn danska safaframleiðandans Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar. Í ár er Ísland með þátttökulið í fimmta sinn. Vegna Covid-19 hjólaði íslenska liðið innanlands síðasta sumar.