Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjólað hringinn til styrktar langveikum börnum á Íslandi
Miðvikudagur 24. maí 2006 kl. 08:45

Hjólað hringinn til styrktar langveikum börnum á Íslandi

Fulltrúar Brunavarna Suðurnesja og lögreglunnar í Keflavík ætla í sumar að hjóla hringveginn til styrktar Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna.

Það verða þeir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri BS,Jóhannes A. Kristbjörnsson, rannsóknarlögreglumaður og Þriðji maðurinn er Júlíus Júlíusson slökkviliðsmaður sem munu hjóla 1550 kílómetra hver. Lagt verður af stað að morgni Hvítasunnudags.

Áætlað er að hjólatúrinn taki 10 daga en hjólaðir verða 150-200 kílómetrar á dag.

Sigmundur sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta verkefni sé hugmynd sem hafi vaknað eftir samskipti við kraftmikið fólk. Á meðan hringferðinni stendur verður safnað fé til styrktar langveikum börnum. Nú er unnið að því að fá styrktaraðila að ferðinni og fjárgæsluaðila. Greint verður frá ferðalaginu daglega á vef Víkurfrétta í formi dagbókar og mynda.

Þeir Sigmundur og Jóhannes vonast til að fyrirtæki og einstaklingar á Suðurnesjum taki ferðalagi þeirra vel og láti eitthvað að hendi í gott og þarft málefni. Átakið verður kynnt nánar í Víkurfréttum þegar nær dregur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024