Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjólað á milli kirkna á morgun
Laugardagur 24. júlí 2010 kl. 13:01

Hjólað á milli kirkna á morgun

Sunnudaginn 25. júlí er hin árlega Eiríksreið, þar sem hjólað verður á milli kirkna á utanverðum Suðurnesjum.
Viðburðurinn er haldinn til minningar um sr. Eirík Brynjólfsson sem var prestur að Útskálum 1928-1952. Sr. Eiríkur var mikill hjólagarpur og hjólaði reglulega um Reykjanesskagann, sóknarbörnum sínum til stuðnings og þjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskráin er sem hér segir:
kl. 10:00 Keflavíkurkirkja. Hópurinn frá Reykjanesbæ leggur af stað frá kirkjunni.
kl. 10:45 Útskálar. Lesið guðspjall. Farið yfir sögu kirkjunnar.
kl. 12:30 Hvalsneskirkja. Fjallað um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson og skoðuð steinhellan í kirkjunni. Sr, Sigurður Grétar Sigurðsson flytur hugvekju.
kl. 14:00 Kirkjuvogskirkja. Helgistund. Nesti snætt. Saga kirkjunnar sögð í stuttu máli.
kl. 15:00 Komið aftur í Keflavíkurkirkju.
kl. 15:30 Komið aftur að Útskálum

Allir eru velkomnir í ferðina. Fólk getur mætt í kirkjunnar á tilsettum tímum, tekið þátt í helgihaldinu og hjólað yfir í næstu kirkju eða verið með allan daginn.
Bifreið fylgir hópnum eftir með kerru svo þeir sem þreytast geta hvílt sig um stund!
Gert er ráð fyrir því að fólk taki með sér nesti í ferðina!