Hjól með hrútastýri boðið upp hjá lögreglu
Uppboð á óskilamunum hjá lögreglu hafa verið haldin árlega við lögreglustöðina við Hringbraut í Keflavík. Hér er mynd úr safni Víkurfrétta sem sýnir Ásgeir Eiríksson, fulltrúa sýslumanns, bjóða upp forláta reiðhjól með hrútastýri. Myndin er ein af mörgum á ljósmyndasýningu Víkurfrétta og Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum en sýningin mun standa næstu vikur Bíósalnum.