Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjátrú og draumar í náttúrunni
Miðvikudagur 16. október 2013 kl. 09:40

Hjátrú og draumar í náttúrunni

- fyrirlestur í Þekkingarsetri Suðurnesja

Þjóðfræðingurinn Símon Jón Jóhannsson heldur áhugaverðan fyrirlestur í Þekkingarsetri Suðurnesja í kvöld, miðvikudaginn 16. október kl. 20:00. Ber hann heitið Hjátrú og draumar í náttúrunni og er aðgangur ókeypis.
 
Ýmiss konar hjátrú hefur fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar. Þó svo að hjátrú hafi farið minnkandi á tímum tæknivæðingar og þróunar á hún sér enn djúpar rætur í þjóðarsálinni. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hjátrú og drauma sem tengjast dýrum og náttúrunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024