Hjartalæknir er draumastarfið - hræðist mest að vera stoppuð af löggunni
FS-ingur vikunnar er Stefany Önudóttir Lastra sem er nemi á raunvísindabraut. Hún er 19 ára gömul og kemur frá Ekvador. Hún hræðist það mest að vera stoppuð af löggunni! Við kynnumst henni Stefanyu aðeins betur í eftirfarandi lesningu.
Hver er helsti kostur FS? Þar er styttri stundatafla en í mörgum skólum.
Hver eru áhugamálin þín? Lestur og tónlist
Hvað hræðistu mest? Að vera stoppuð af löggunni.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Dettur engin í hug.
Hver er fyndnastur í skólanum? Heba ritari.
Hvað sástu síðast í bíó? Johnny English.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Vantar meiri fjölbreytileika, of mikið af brauði en lítið af ávöxtum.
Hver er helsti galli þinn? Ég get verið svoldið sjálfselsk.
Hver er helsti kostur þinn? Er mjög klár og góð í tungumálum.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Instagram og Spotify.
Hverju myndi þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Breyta stólunum en þeir eru mjög óþægilegir.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Tryggð.
Hvernig finnst þér um félagslífið í skólanum? Gæti verið fjölbreyttara, ekki bara hópar af fólki sem hangir með hvoru öðru.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Hjartalæknir.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjunum? Að vera nálægt flugvellinum.
Kennari? Ásgeir eðlisfræðikennari.
Skólafag? Líffræði.
Sjónvarpsþættir? This is us.
Kvikmynd? Hacksaw Ridge.
Hljómsveit/tónlistarmaður? The Weekend og Beyoncé
Leikari? Julia Roberts