Föstudagur 5. september 2008 kl. 15:04
Hjartafiðrildi á Ljósanótt
Systkinin Björk og Axel komu með þetta fallega fiðrildi á skrifstofu Víkurfrétta. Fiðrildið fannst á pallinum heima hjá þeim og er stórt og fallegt. Fiðrildið er með hjörtu á vængjunum og er töluvert vinalegra en köngulóin ófrýnilega.