Hjálpræðisherinn opnar á Vallarheiði
Hjálpræðisherinn hefur nýlega hafið starfsemi sína í Reykjanesbæ undir stjórn Esterar Daníelsdóttur og Wouters van Gooswilligen. Búið er að festa kaup á glæsilegu húsnæði við Flugvallarbraut 730 á Vallarheiði og mun Hjálpræðisherinn þar bjóða upp á safnaðar-, fjölskyldu-, tónlistar- og félagsstarf um ókomna framtíð. Einnig opnar þar í nóvember “Hertex-markaður” með notuðum fötum.
Sunnudaginn 19. okt. kl. 17:00 verður haldin fjölskylduguðþjónusta þar sem nýja húsnæðið verður vígt. Yfirmenn Hjálpræðishersins á Íslandi, Noregi og Færeyjum, kommandörarnir Carl og Guðrún Lydholm sjá um vígsluathöfnina. Krakkagospelkórar Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ, Stjörnugospel og Gleðigospel syngja og og einnig mun Gospelkórinn KICK taka þátt. Yfirforingi Hjálpræðishersins á Íslandi, major Anna María Reinholtsen heldur fjölskylduhugvekju og boðið verður upp á kaffi og meðlæti að samkomu lokinni. Öllum er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt á þessari hátíð.