Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 25. febrúar 1999 kl. 17:41

HJÁLPAÐU BARNINU ÞÍNU AÐ HÆTTA ÁÐUR EN ÞAÐ BYRJAR

Í þessari viku stendur yfir í Holtaskóla forvarnaverkefni fyrir 9. og 10. bekk um varnir gegn útbreiðslu fíkniefna. Verkefnið er á vegum Lögreglunnar í Keflavík, Félagsmálastofnunar Reykjanesbæjar og Marita forvarna- og hjálparstarfs. Unglingar horfa á kvikmynd um skaðsemi og afleiðingar fíkniefnaneyslu, fyrrverandi fíkill segir sögu sína og lögreglan kynnir starf sitt. Þegar allir 9. og 10. bekkir í Holtaskóla hafa farið á fyrirlesturinn er komið að okkur foreldrum í Reykjanesbæ. Mánudagskvöldið 1. mars nk. kl. 20:00 verður haldinn fundur í Holtaskóla fyrir foreldra nemenda 9. og 10. bekkjar í Holtaskóla. Foreldrafundurinn er á svipuðum nótum og fræðsla unglinganna en auk þess mun Félagsmálastofnun Reykjanesbæjar kynna starf sitt. Um miðjan mánuðinn verður unglingum í 9. og 10. bekk í Njarðvíkurskóla kynnt verkefnið sem og foreldrum þeirra en foreldrafundur fyrir foreldra 9. og 10. bekkjar í Njarðvíkurskóla verður þriðjudaginn 16. mars kl. 20:00 í Njarðvíkurskóla. Við viljum tala við ykkur, þið verðið að ræða við börnin ykkar Ég vil hvetja foreldra til þess að mæta. Fræðsla sem þessi virkar best ef við foreldrar tökum virkan þátt og tölum við unglingana um þessi mál. Virkasta forvörnin er sú sem byrjar inni á heimilunum. Auk þess að tala við unglinginn um þessi mál og önnur, þá er mikilvægt fyrir foreldra að láta sig skipta máli hverjir umgangast unglinginn, hverjir eru vinir hans og kærasti/kærasta. Í stuttu máli; ekki missa samband við unglinginn. Nú á síðustu misserum hafa enn fleiri kannanir og skýrslur komið fram um samskipti foreldra og barna sem styðja hin algildu sannindi að aukin samvera barns og foreldra er besta leið foreldra til þess að skila heilsteyptum einstaklingi í þjóðfélagið. Með forvarnakveðju, Eysteinn Eyjólfsson verkefnisstjóri Reykjanesbæjar á réttu róli
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024