Hjálmar spila í Loppen í Kristaníu
Hróarskeldufarar sem verða úti í Danmörku í lengri kantinum ættu að kætast þar sem íslenska íslenska reggíhljómsveitin hjálmar munu spila á tónleikastaðnum Loppen í Kristaníu þann 5. júlí (á miðvikudeginum eftir hátíðina.)
Klukkan 16:00 sama dag spilar hljómsveitin í verslun 12 Tóna sem staðsett er á Fiolstræde 7 (í hjarta Kaupmannahafnar).
Tónleikar hjálma í Loppen hefjast kl. 21:00 og er miðaverðið einstaklega hagstætt! (60 dkr). Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn en hugsanlega verður forsala sem auglýst verður síðar.
Lesa má nánar um tónleikana á:
www.hjalmarmusic.com
www.loppen.dk
Stúdentaferðir eiga enn einhverja miða eftir á Roskilde Festival fyrir þá sem enn eiga það eftir að kaupa miða. Athugið málið á www.exit.is.
Mynd: Af vef Hjálma. Ljósmyndari: Gúndi