Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjálmar spila á Grænlandi
Föstudagur 12. október 2012 kl. 13:24

Hjálmar spila á Grænlandi

Hljómsveitin Hjálmar úr Keflavík mun næstkomandi laugardag halda til Nuuk í Grænlandi og halda þar tónleika..

Hljómsveitin Hjálmar úr Keflavík mun næstkomandi laugardag halda til Nuuk í Grænlandi og halda þar tónleika um kvöldið. Þetta verður í fyrsta sinn sem sveitin spilar í Grænlandi. Fréttablaðið greinir frá þessu.

„Við höfum verið beðnir um að koma og spila áður en þá komumst við ekki. Tónleikarnir verða í fáránlega flottu húsi miðað við íbúafjölda. Þetta er Harpa þeirra Grænlendinga,“ segir Svavar Helgason, trommuleikari Hjálma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hið óvenjulega við förina er að Hjálmar geta ekki flogið heim strax eftir tónleikana því þeir þurfa að bíða í þrjá til fjóra daga eftir flugi til baka. „Við ætlum að nota tímann í að fara í siglingu og gera eitthvað skemmtilegt. Kannski semja ný lög.“

Hjálmar hafa spilað töluvert erlendis á þessu ári. Nú síðast tróðu þeir upp á tveimur tónlistarhátíðum í Hollandi. Á annarri þeirra spiluðu þeir með Norðmanninum Erlend Oye úr hljómsveitinni Kings of Convenience. Eftir Grænlandstónleikana spila Hjálmar á Airwaves-hátíðinni ásamt Finnanum Jimi Tenor en þeir tóku upp plötu saman fyrr á árinu.

www.visir.is