Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjálmar og Valdimar leiða saman hesta sína
Þriðjudagur 12. apríl 2011 kl. 11:33

Hjálmar og Valdimar leiða saman hesta sína

Lopapeysureggístrákarnir í Hjálmum standa fyrir styrktartónleikum vegna ferðar íslenskra keppenda á alþjóðaleika Special Olympics í Aþenu sem fram fer í júní. Tónleikarnir verða haldnir á NASA við Austurvöll næstkomandi föstudag, þann 16 apríl. Sérstakur gestur er hljómsveitin Valdimar sem flestir Suðurnesjamenn ættu orðið að þekkja. Húsið opnar kl 21.00 og tónleikarnir hefjast kl 22.00. Miðaverð er krónur 1.500 og rennur óskipt til styrktar ferðarinnar. Miðasala fer fram við hurð. Þetta er viðburður sem enginn sannur tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara enda tvö þungarvigtarbönd hér á ferðinni.


Málefnið er verðugt enda um stærsta verkefni Íþróttasambands fatlaðra árið 2011 að ræða. Fjármögnun verkefna hefur verið erfið undanfarið en ÍF hefur ávallt notið mikils stuðning og velvilja, fyrirtækja sem almennings. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika var ákveðið að nýta kvóta Íslands og senda 38 íslenska keppendur á alþjóðaleikana til keppni í 8 íþróttagreinum. Umfang og glæsileiki alþjóðaleika Special Olympics líkist helst ólympíumótum en keppnisform er gjörólíkt. Einstaklingar með þroskahömlun keppa á þessum leikum þar sem þátttakan er aðalatriðið, allir keppa við sína jafningja og eiga sömu möguleika á verðlaunum. Hugmyndafræði Special Olympics byggir á gildi jafnræðis og umburðarlyndis, virkri þátttöku, einstaklingsmiðaðri færni og ekki síst gildi vináttunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valdimar verða sérstakir gestir á tónleikunum


EJS