Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjálmar og Dikta á Mars-rokki NFS í Andrew's í kvöld
Föstudagur 26. mars 2010 kl. 15:35

Hjálmar og Dikta á Mars-rokki NFS í Andrew's í kvöld


Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stendur fyrir tónleikum í Andrew‘s leikhúsinu á Ásbrú í kvöld en þar munu koma fram tvær af vinsælustu hljómsveitum Íslands um þessar mundir, Hjálmar og Dikta. Tónleikarnir bera yfirskriftina Mars-rokk, en NFS hefur staðið fyrir nokkrum rokkkvöldum í vetur sem hafa notið mikilla vinsælda.


Húsið opnar kl. 20 og byrja tónleikarnir kl. 20:30. Allir eru velkomnir á tónleikana. Miðaverð fyrir meðlimi NFS í forsölu eru litlar 1000 krónur en almennt verð er 2.500. Útskriftaraðall Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður með sjoppu fyrir tónleikana og í hléi og einnig verða seldar rjúkandi pizzur frá Langbest.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024