Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjálmar með nýtt lag í útvarpsspilun
Mánudagur 26. júní 2006 kl. 12:16

Hjálmar með nýtt lag í útvarpsspilun

Íslenska reggíhljómsveitin hjálmar sendir frá sér nýtt lag í útvarpsspilun í dag, 26. júní. Lagið heitir „Ólína og ég“ en lagið er gamalt Stuðmannalag. Lagið má nálgast með því að smella hér.
 
Hljómsveitin verður einnig iðin við spilamennsku næstu vikurnar. Nýjasta viðbótin eru tónleikar á Útlaganum á Flúðum 2. júlí.
 
 
Tónleikar Hjálma framundan eru:
 
30.06.06 - 12 Tónar - Reykjavík
Hjálmar hita upp fyrir helgina með tónleikum í verslun 12 Tóna á Skólavörðustíg 14 á milli 17:00-18:00.

30.06.06 - hjálmar og blúsband KK á NASA
Stórtónleikar á NASA við Austurvöll. KK kynnir nýja plötu um þessar mundir og ber gripurinn heitið "KK Blús". Platan kemur út í byrjun júlí. Húsið opnar kl. 21 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 23 með blúsbandi KK.

01.07.06 - Landsbankinn í Keflavík
120 ára afmæli Landsbankans.

01.07.06 - Lindin á Laugarvatni
Hjálmar spila á tónleikum í nýjum sal veitingahússins Lindarinnar. Húsið
opnar kl. 22:00 og miðaverð er 2500kr. Aldurstakmark er 20 ára.

02.07.06 - Útlaginn - Flúðir
Tónleikar á Útlaganum á Flúðum kl. 22:00. Miðaverð 2000 kr.

05.07.06 - 12 Tónar - Kaupmannahöfn
Hjálmar hita upp fyrir tónleikana sína í Loppen með órafmögnuðum tónleikum í verslun 12 Tóna við Fiolstræde 7 kl. 17:30.

05.07.06 - Loppen, Christiania Danmörku
Hjálmar spila á Loppen í Kristaníu

07.07.06 - Tallinn, Eistlandi
Tónlistarhátíðin Öllesummer 2006

Lesa má nánar um tónleika og viðburði hljómsveitarinnar á:

http://www.hjalmarmusic.com
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024