Hjálmar á lista hjá Rolling Stone
Yfir bönd sem ekki hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum
Hið virta tónlistartímarit Rolling Stone hefur nefnt hljómsveitina Hjálma sem eina af 20 aðþjóðlegum hljómsveitum sem ekki hafa ennþá afrekað það að slá í gegn í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að vera meðal vinsælustu hljómsveita síns heimalands um árabil.
Í frétt á vef blaðsins segir að þrátt fyrir smæð Íslands þá hafi bæði Björk og Sigurrós náð að heilla heimsbyggðina. Þá hafi reggísveitin Hjálmar ekki náð álíka hæðum þrátt fyrir vinsældir heimafyrir. Segir að ekki sé um að kenna því að þeir syngi á íslensku, heldur frekar sérvisku þeirra að halda sig við íslenskt reggí.
Eitthvað virðast þeir á Rolling Stone ekki þekkja vel til Hjálma, en myndin sem fylgir fréttinni er af einhverri allt annarri hljómsveit, en meðlimir hennar virðast talsvert eldri en strákarnir í Hjálmum. Meðal tónlistarmanna sem nefndir eru í greininni eru m.a. gamla brýnið Cliff Richards, en listann má sjá hér.
Samkvæmt Rolling Stone eru þetta Hjálmar.