Hjálmar á kassettu
Hljómsveitin Hjálmar er þessa dagana að senda frá sér sína fimmtu breiðskífu. Platan sem nefnist Órar inniheldur 11 ný lög og þar á meðal er að finna lögin Í gegnum móðuna og Ég teikna stjörnu sem hafa notið vinsælda undanfarið.
Tíu þúsund eintök voru seld af síðustu plötu sveitarinnar og væntanlega verður þessari tekið vel enda Hjálmarnir ægilega vinsælir. Hjálmar gefa plötuna bæði út á geisladiski og vínyl en að þessu sinni ætla þeir einnig að gefa plötuna út á gömlu góðu kasettunni. Alls verða 100 eintök framleidd og koma þau í verslanir á næstunni. Nú er bara um að gera og fara út í bílskúr og grafa upp gamla vasadiskóið og versla svo nýju spóluna frá Hjálmum.