Hjallastefnan hlaut Barnamenningarverðlaun: Þessi verðlaun eru handa okkur öllum
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlaut Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Margrét Pála var mjög stolt að hljóta þessi verðlaun og sagði að verðlaunin væru handa öllum sem hafa unnið að Hjallastefnunni í gegnum árin.
,,Þessi verðlaun eru mikill heiður fyrir okkur Hjallastefnufólk alls staðar. Ég er fulltrúi margra sem hafa verið að vinna að hugsjónum Hjallastefnunnar. Ég er líka sérlega glöð að það skuli vera fulltrúi þeirra sem vinnur með yngstu börnin sem hlýtur þessi verðlaun Velferðarsjóðsins, því að neikvæð umræða um leik- og grunnskólann hefur verið of ríkjandi að undanförnu. Þá er gaman að finna að einhverjir taka eftir því sem erum að bauka. Þessi verðlaun eru algjörlega handa okkur öllum,” sagði Margrét Pála en verðlaunum fylgir myndarlegur fjárstyrkur sem fer í öflugt þróunarstarf Hjallastefnunnar sem er með mörg verkefni í gangi.
Hjallastefnan rekur öflugt starf og er með marga leik- og grunnskóla í rekstri. ,,Við erum með marga leik- og grunnskóla en grunnskólarnir eru að allir að taka börn af yngsta stiginu. Við erum með þrjá slíka þar sem mikið þróunar- og tilraunastarf er unnið. Á meðan eru leikskólanirnir byggðir á miklu eldri og reyndari grunni. Við höfum notið mikils stuðnings hjá bæjaryfirvöldum í Garðabæ og í Hafnarfirði og byrjuðum með öflugann rekstur í Reykjanesbæ í haust. Að auki erum við með leikskóla í Borgarfirði, Akureyri og Reykjavík. Framundan er stórt verkefni við Bjarkavelli í Hafnarfirði. Þar erum við ásamt Hafnarfjarðarbæ að þróa nýja byggingu í leik- og grunnskóla frá 18 mánaða og upp undir níu ára aldurs.
Þar forum við af stað á næsta ári og það verður í fyrsta sinn sem við höfum húsnæði sniðið undir okkar starfsemi.”
,,Þessi verðlaun eru mikill heiður fyrir okkur Hjallastefnufólk alls staðar. Ég er fulltrúi margra sem hafa verið að vinna að hugsjónum Hjallastefnunnar. Ég er líka sérlega glöð að það skuli vera fulltrúi þeirra sem vinnur með yngstu börnin sem hlýtur þessi verðlaun Velferðarsjóðsins, því að neikvæð umræða um leik- og grunnskólann hefur verið of ríkjandi að undanförnu. Þá er gaman að finna að einhverjir taka eftir því sem erum að bauka. Þessi verðlaun eru algjörlega handa okkur öllum,” sagði Margrét Pála en verðlaunum fylgir myndarlegur fjárstyrkur sem fer í öflugt þróunarstarf Hjallastefnunnar sem er með mörg verkefni í gangi.
Hjallastefnan rekur öflugt starf og er með marga leik- og grunnskóla í rekstri. ,,Við erum með marga leik- og grunnskóla en grunnskólarnir eru að allir að taka börn af yngsta stiginu. Við erum með þrjá slíka þar sem mikið þróunar- og tilraunastarf er unnið. Á meðan eru leikskólanirnir byggðir á miklu eldri og reyndari grunni. Við höfum notið mikils stuðnings hjá bæjaryfirvöldum í Garðabæ og í Hafnarfirði og byrjuðum með öflugann rekstur í Reykjanesbæ í haust. Að auki erum við með leikskóla í Borgarfirði, Akureyri og Reykjavík. Framundan er stórt verkefni við Bjarkavelli í Hafnarfirði. Þar erum við ásamt Hafnarfjarðarbæ að þróa nýja byggingu í leik- og grunnskóla frá 18 mánaða og upp undir níu ára aldurs.
Þar forum við af stað á næsta ári og það verður í fyrsta sinn sem við höfum húsnæði sniðið undir okkar starfsemi.”