Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hittu körfuboltagoðsögn í Flugstöðinni
Miðvikudagur 24. júlí 2013 kl. 09:31

Hittu körfuboltagoðsögn í Flugstöðinni

Körfuboltagoðsögnin Magic Johnson átti leið um Keflavíkurflugvöll á dögunum. Njarðvíkingarnir og frændurnir, Bjarki Már Viðarsson og Hilmar Hafsteinsson, sem eru miklir körfuboltaunnendur, áttu létt spjall við kappann sem stillti sér upp með Njarðvíkingunum.

Hinn hávaxni bakvörður Magic lék allan sinn feril með L.A Lakers og vann fimm meistaratitla með liðinu á ferli sínum. Hann hefur alla tíð síðan verið viðloðinn körfuboltann og þá sérstaklega í sjónvarpinu. Hilmar er mikill aðdáandi Lakers liðsins og var hann hæstánægður að hitta goðsögnina. Bjarki er hins vegar Boston aðdáandi og sagði í spjalli við VF að hann hefði líklega hoppað hæð sína hefði hann rekist á Larry Bird. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024