Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hittingur vegna götuleikhúss í kvöld
Frá götuleikhúsi í Keflavík.
Miðvikudagur 26. ágúst 2015 kl. 09:00

Hittingur vegna götuleikhúss í kvöld

- í Frumleikhúsinu

Unglingadeild Leikfélags Keflavíkur er að bjóða áhugasömum krökkum, 12-18 ára, að koma í götuleikhús á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Götuleikhúsið mun gefa Hafnargötunni líf um miðja hátíð. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast leikhússtarfinu og hvað tekur við þetta haust.

Þau ungmenni sem vilja taka þátt í götuleikhúsinu ætla að hittast í kvöld, miðvikudagskvöld kl:19:00 í Frumleikhúsinu við Vesturbraut í Keflavík.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024