Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 3. júní 2002 kl. 16:30

Hitapottur og algjör sæla í Bláa lóninu

Fjölmenni er nú í Bláa lóninu, enda þar sól og steikjandi hiti. Stöðugur straumur hefur verið í lónið í allan dag. Einn af fastagestum lónsins sagði í samtali við Víkurfréttir að þarna væri hitapottur og algjör sæla.
Spáin er einnig góð, en gert er ráð fyrir björtu og fallegu veðri alla þessa viku.Meðfylgjandi mynd var tekin í Bláa lóninu um miðjan dag í dag en á sama tíma og ljósmyndari gerði stuttan stans í lóninu dró ský fyrir sólu. Það fór um svipað leiti og ljósmyndarinn og nú er heiður himinn í Svartsengi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024