Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hinn íslenski Presley góður í Hljómahöllinni
Söngvaskáldið með frú sinni, Fjólu, á tónleikunum. VF-myndir/pket.
Þriðjudagur 7. mars 2017 kl. 06:00

Hinn íslenski Presley góður í Hljómahöllinni

Það er óhætt að segja að tónleikagestir hafi „dillað“ sér og látið hugann reika þegar þeir hlustuðu á nokkur af vinsælustu lögum okkar tíma á tónleikum sem tileinkaðir voru Þorsteini Eggertssyni, textaskáldi og tónlistarmanni, - hinum íslenska Presley. ‘Er ég kem heim í Búðardal’, 'Gvendur á eyrinni‘ og 'Söngur um lífið’ eru með mest leiknu lögum á Íslandi á síðustu áratugum en  gestir sem troðfylltu Bergið í Hljómahöllinni fengu líka að heyra mörg fleiri mjög þekkt lög með textum Þorsteins. Þeir voru ánægðir með söng, spil og textaflutning tríósins Dagnýjar Gísladóttur, Elmars Þórs Haukssonar og Arnórs Vilbergssonar.

Þetta voru aðrir tónleikar í röðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum en fyrstu tónleikarnir voru tileinkaðir Ingibjörgu Þorbergs. Þriðju tónleikarnir verða í byrjun apríl og þá verður Njarðvíkingurinn Magnús Þór Sigmundsson í sviðsljósinu.

Tíðindamaður VF var á tónleikunum og hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu. Við sýnum ykkur meira í sjónvarpsþætti vikunnar, Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þremenningarnir á sviðinu, Arnór, Elmar Þór og Dagný. Að neðan má sjá Þorstein Eggertsson sem þurfti aðeins að gefa tóninn á píanóinu.