Hinn franski Hervé kokkar kræsingar í Grindavík
Franski sjónvarpskokkurinn Hervé var á ferð um Ísland á dögunum, þar sem hann heimsótti m.a. Grinadvík og nágrenni. Í meðfylgjandi myndbandi sést hann heimsækja Bláa Lónið og Lava, Einhamar Seafood og Bryggjuna þar sem hann gæðir sér á heimsfrægri humarsúpu. Einnig bregður kokkurinn sér út á Reykjanes þar sem hann skoðar Valahnjúk og brú milli heimsálfa.
Myndbandið er allt á frönsku en ef smellt er á ,,Closed captions“ (CC) er hægt að stilla á enskan texta.