Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hin árlega skötumessa í Garðinum
Skötumessa hefur verið haldin mörg undanfarin ár og alltaf verið húsfyllir enda kvöldið skemmtilegt og verkefnið líka. Gestir eru ánægðir að fá skötu og tilheyrandi um hásumar.
Föstudagur 17. júlí 2015 kl. 06:00

Hin árlega skötumessa í Garðinum

Hin árlega Skötumessa verður haldinn í Miðgarði Gerðaskóla í Garði miðvikudaginn 22. júlí kl. 19.00  Að venju er fjölbreytt skemmtidagskrá en allur ágóði hefur runnið til velferðar fatlaðra á Suðurnesjum. Þetta er í tíunda sinn sem messan er haldin.

Meðal skemmtiatriða á kvöldinu eru Dói og Baldvin, Grænir vinir, Einar Freyr, Sigurður Smári, Rúnar Þór og hljómsveit. Ræðumaður verður Össur Skarphéðinsson alþingsmaður.  Styrkveitingar til einstaklinga og félagasamtaka frá Skötumessunni og gestum fer fram um kvöldið.             

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að venju er skata í hávegum höfð en einnig verður boðið upp á saltfisk, plokkfisk og meðlæti. Verð á Skötumessuna er kr. 4.000.

Það er vinsamleg ábending frá aðstandendum kvöldsins að greitt sé inn á reikning Skötumessunnar; 0142-05-70506, kt. 580711-0650 (vinsamlegast prentið út innleggsnótuna og sýnið við innganginn) Þeir sem greiða í forsölu fá örugg sæti en samkvæmt venju er uppselt á Skötumessuna.