Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:17

HILMAR JÓNSSON DRÓ FÁNANN AÐ HÚNI

Leiðindaveður olli því að íbúar Reykjanesbæjar fögnuðu 55 ára afmæli lýðveldistímabils þjóðarinnar að mestu leyti í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Veðrið kom þó ekki í veg fyrir að Hilmar Jónsson, formaður félags aldraðra, drægi stærsta fána á Íslandi að húni í skrúðgarðinum á slaginu kl. 14. Lúðrasveitir Tónlistarskólanna í Njarðvík og Keflavík spiluðu undir og karlakór Keflavíkur söng. Að athöfninni lokinni var skrúðgarðurinn fljótur að tæmast og fögnuðinum haldið áfram á Sunnubrautinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024