Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hilmar Bragi með ljósmyndasýningu í Bókasafni Reykjanesbæjar
Hilmar Bragi við hluta verka sinna á sýningunni Yfirsýn sem nú stendur yfir á Bókasafni Reykjanesbæjar. VF-mynd: pket
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 31. janúar 2020 kl. 17:52

Hilmar Bragi með ljósmyndasýningu í Bókasafni Reykjanesbæjar

Yfirsýn er heiti ljósmyndasýningar Hilmars Braga Bárðarsonar í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin var opnuð í gær og verður opin á opnunartíma Bókasafns Reykjanesbæjar fram yfir Safnahelgi á Suðurnesjum í mars.

Hilmar Bragi Bárðarson hefur starfað við fréttamennsku hjá Víkurfréttum í yfir þrjátíu ár. Samhliða starfi sínu sem blaðamaður hefur hann tekið ógrynni ljósmynda um öll Suðurnes og öðlast þannig góða yfirsýn yfir samfélagið á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þessari sýningu sýnir Hilmar Bragi ljósmyndir frá sjónarhorni sem við eigum ekki að venjast, allar myndirnar eru teknar með dróna og flestar lóðrétt niður.

Öll verk sýningarinnar eru til sölu.