Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Hestamannafélagið Máni opnar sögusýningu
Föstudagur 30. október 2015 kl. 11:17

Hestamannafélagið Máni opnar sögusýningu

- Félagið fagnar hálfrar aldar afmæli um þessar mundir

Hestamannafélagið Máni opnar sögusýningu í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar á morgun laugardag í tilefni hálfrar aldar afmælis félagsins. Sýningin verður í Bíósal Duus safnahúsa og opnar klukkan 14:00. Sýningin verður opin út árið.

Viðburðarríki sögu félagsins verða gerð skil í máli og myndum á sýningunni. Saga félagsins fjallar meðal annars um framkvæmdir, landgræðslu, æskulýðsstarf, ferðalög, þátttöku í mótum og umfram allt ræktun og umhyggju fyrir þeirri stórkostlegu skepnu sem íslenski hesturinn er, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Frá stofnun árið 1965 hefur Hestamannafélagið Máni staðið fyrir fjölbreyttu félagsstarfi, til dæmis haldið hestaþing, fræðslu- og skemmtifundi, hestamót, kappreiðar, firmakeppni og staðið fyrir námskeiðum af margvíslegu tagi.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25