Hestafjör á Akri
Það var heldur betur fjör á leikskólanum Akri í Innri Njarðvík í gær þegar foreldrafélag leikskólabarna fékk nokkra hesta í heimsókn á leikskólann. Þau börn sem vildu fara á hestbak fóru hring á spökum hrossum á skólalóðinni. Sólborg Guðbrandsdóttir tók meðfylgjandi myndir við þetta tækifæri.