Herrakvöld meistaraflokks Grindavíkur á föstudaginn
Hið árlega og margrómaða herrakvöld meistaraflokks Girindavíkur í knattspyrnu verður nk. föstudag kl. 19:00 í Slysó. Þema kvöldsins er KÁNTRÝ. Bjarni kokkur sér um veisluhöldin og býður upp á kántrý-mat, skemmtiatriði verða á heimsmælikvarða og þá verða málverkauppboðin og happdrættið á sínum stað.
Herrakvöld meistaraflokks Grindavíkur eru landsþekkt en leikmenn liðsins sjá um kvöldið og þjóna til borðs. Nú er rétt tæpur mánuður þangað til Íslandsmótið hefst en Grindavík sækir Stjörnunar heim í fyrsta leik sunnudaginn 10. maí. Fyrsti heimaleikur Grindavíkur er gegn KR fimmtudaginn 14. maí. Grindavík hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og vann sinn riðil í Lengjubikarnum og hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum sem fram fara í næstu viku.
Hægt er að nálgast miða í Gula húsinu, hjá stjórnarmönnum og leikmönnum liðsins. Miðinn kostar 4.900 kr.