Herrakvöld Lions í Sandgerði á laugardag
Lionsmenn í Sandgerði halda árlegt herrakvöld sitt nk. laugardag í samkomuhúsinu í Sandgerði. Hátíðin hefst kl. 19:00 með vínkynningu frá Vínheimum.Ræðumaður kvöldsins er Einar Georg Einarsson en einnig verður boðið uppá sjávarréttahlaðborð. Veislustjóri er Ólafur Gunnlaugsson. Magadansmærin og leikkonar Helga Braga mun fara með gamanmál og einnig verða erlendir dansfélagar fyrir herrana. Þá verður stórglæsilegt happdrætti og uppboð á verkum eftir listamenn af Suðurnesjum. Allur ágóði af kvöldinu rennur til líknarmála.
Miðaverð er kr. 4.500,- og miðapantanir eru í símum: 893 5693 og 423 7755 (Stebbi), 897 8007 og 423 7551 (Reynir), 898 7568 og 423 7568 (Diddi) og einnig er hægt að fá miða hjá Bigga í símum 893 7622 eða 423 7710
Miðaverð er kr. 4.500,- og miðapantanir eru í símum: 893 5693 og 423 7755 (Stebbi), 897 8007 og 423 7551 (Reynir), 898 7568 og 423 7568 (Diddi) og einnig er hægt að fá miða hjá Bigga í símum 893 7622 eða 423 7710