Herrakvöld knattspyrnudeildar Keflavíkur um næstu helgi
Undirbúningur að herrakvöldi Knattspyrnudeildar Keflavíkur sem haldið verður í Stapanum 7. maí nk. stendur yfir og taka margir á málum. Vandað hefur verið mjög til matar og skemmtidagskrár kvöldsins. Í Stapanum verður boðið upp á steikarhlaðborð með forréttum og undir borðum leika Harmonikkuunnendur á Suðurnesjum. Heiðursgestur kvöldsins og ræðumaður verður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Það var mikill fengur fyrir knattspyrnudeildina að fá Guðna, en hann er einn vinsælasti og fremsti tækifærisræðumaður landsins í dag og ekki að efa að menn fjölmenni í Stapann til þess að heyra í Guðna. Ekki verður síður forvitilegt í boði á skemmtidagskránni en þar troða upp Örn Árnason, Spaugstofumaður ásamt tónlistarmanninum Jónasi Þóri, nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja með brot af því besta úr söngleiknum “Bláu augun” Rúnar Júlíusson knattspyrnu- og tónlistarmaður og Árni Johnsen mun stjórna fjöldasöng. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður verður veislustjóri.
Forsala aðgöngumiða er þegar byrjuð og hafa nokkrir harðir stuðningsmenn Keflavíkurliðsins hafið sölu í fyrirtæki úti í bæ. Einnig er hægt að nágast miða hjá K-Sporti við Hafnargötu og á skrifstofu deildarinnar í sundlaugarkjallara.
Forsala aðgöngumiða er þegar byrjuð og hafa nokkrir harðir stuðningsmenn Keflavíkurliðsins hafið sölu í fyrirtæki úti í bæ. Einnig er hægt að nágast miða hjá K-Sporti við Hafnargötu og á skrifstofu deildarinnar í sundlaugarkjallara.