Herra Keflavík, Óli Geir og Vala Grand undir sama þaki
Útvarpsstöðin Flass 104,5 hefur fengið mikla andlitslyftingu að undanförnu. Svo virðist sem að stöðin ætli sér stóra hluti á næstunni ef eitthvað er að marka nýtt myndband þar sem starfsmenn stöðvarinnar eru kynntir með látum, en þar á meðal eru þrír Suðurnesjamenn.
Vala Grand, Óli Geir og Jón Þór Gylfason halda uppi heiðri okkar Suðurnesjamanna hjá stöðinni en sjá má hvað er í gangi hjá Flass í meðfylgjandi myndbandi eða með því að heimsækja heimasíðu þeirra hérna.
Mynd: Jón Þór Gylfason