Herra- og konukvöld Keflavíkur í mars
Það er rétt hjá stuðningsmönnum Keflavíkur að taka frá föstudagskvöldið 21. mars en þá verða haldin herra- og konukvöld á vegum Knattspyrnudeildar félagsins. Herrakvöldið hefur verið haldið undanfarin ár og verið vel sótt en nú hefur verið ákveðið að halda einnig konukvöld. Herrakvöldið verður í Oddfellowsalnum en konukvöldið í félagsheimilinu við Sunnubraut. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.