Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Herminjar til sýnis í Duushúsum
Laugardagur 19. apríl 2008 kl. 18:48

Herminjar til sýnis í Duushúsum


Flug- og sögusetur Reykjaness ehf. stóð í dag fyrir kynningu á félaginu í Bíosal Duushúsa í Reykjanesbæ. Þar gefur að lita fjölmarga merkilega muni frá starfsemi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Í dag fluttu Björk Guðjónsdóttir, formaður félagsins, og Friðþór Eydal ávörp m.a. um möguleikana sem felast í miðlun og varðveislu sögu Keflavíkurflugallar og Varnarliðsins.

Sýningin verður opin á morgun á milli kl. 11 og 17 og er allt áhugafólk um sögu Varnarliðsins hvatt til að líta við, enda eru stórmerkir gripir þar til sýnis.

VF-mynd/Þorgils - Á meðal þess sem gefur að líta á sýningunni eru þessar forláta vélbyssur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024