Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hermann og Stefán með flottustu hrútana
Mánudagur 17. október 2011 kl. 08:25

Hermann og Stefán með flottustu hrútana

Það voru þeir Hermann Ólafsson í Stakkavík og Stefán Kristjánsson í Einhamri sem voru hlutskarpastir á hrútasýningunni sem haldin var í Vík í Grindavík á föstudaginn var. Stefán mætti með lambhrútinn Súrsson sem fékk 85,5 stig og Hermann mætti með veturgamlan hrút Gísla Súrsson sem fékk 86.0 stig. Fjöldi fólks mætti til að fylgjast með og að dómunum loknum buðu hjónin frá Vík upp á kaffi og meðlæti, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024