Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hermann Árnson sýnir í Saltfisksetrinu
Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 13:43

Hermann Árnson sýnir í Saltfisksetrinu

Myndlistamaðurinn Hermann Árnason opnar sýningu sína í Listsýningasal Saltfisksetursins í Grindavík nk. laugardag.

Hermann er náttúrulistamaður. Fæddur 5.maí 1960 í Keflavík. Frá unga aldri hefur hann fengist við að teikna og mála. Hermann er sjálfmenntaður í list sinni en hefur sótt nokkur námskeið í myndlist í gegnum árin. Hann fer ótroðnar slóðir í list sinni og vinnur mikið með óhefðbundin efni svo sem múrviðgerðarefni,spartl og fleiri efni ótalin hér. Með þetta hefur listamaðurinn unnið síðustu þrú ár og á þeim tíma tekist að ná verulegri athygli fyrir verk sín. Hermann hefur einnig haldið 4 námskeið í blandaðri tækni fyrir Myndlistaskóla Reykjaness og komust færri að en vildu. Hermann málar, himinn og jörð, og allt þar á milli....!

 
Hermann hefur haldið einar 8 einkasýninar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Verk eftir hann eru komin út fyrir landsteinanna m.a. til Bandaríkjanna og hafa vakið þar töluverða athygli. 

Opnun sýningar verður í Listsýningarsal Saltfisksetursins laugardaginn 5 nóvember kl:14:00 sýningin stendur til 21 nóvember og er lalopin frá 11:00-18:00

Af vefsíðu Grindavíkurbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024