Herbert er orðinn safngripur á Rokksafni Íslands
- gömlu jakkafötin komin í umsjón Rokksafns Íslands í Hljómahöll
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson er orðinn safngripur í Rokksafni Íslands. Ein þekktustu 80’s jakkaföt kappans eru komin í umsjón safnsins ásamt gleraugum frá þessum tíma.
Herbert klæddist m.a. jakkafötunum á mynd sem prýðir umslag plötunnar Dawn Of The Human Revolution. Á myndinn hér að ofan er Herbert með þeim Inga Þór Ingibergssyni og Tómasi Young frá Rokksafni Íslands í Hljómahöll þegar jakkafötin voru falin safninu til varðveislu.