Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hera með tvenna tónleika á Suðurnesjum
Þriðjudagur 9. ágúst 2005 kl. 09:24

Hera með tvenna tónleika á Suðurnesjum

Söngkonan og lagahöfundurinn Hera Hjartardóttir hélt tónleika á Kaffi Duus í gær, en kvöldið áður hafði hún leikið lög sín fyrir gesti í Samkomuhúsinu í Sandgerði.

Góður rómur var gerður að tónleikum hennar, en þar flutti hún lög af nýrri plötu sinni auk þess sem gestir fengu að heyra nokkur af eldri lögum hennar.

Tónleikarnir eru hluti af yfirreið söngkonunnar um landið til að kynna nýju plötuna sína.

VF-mynd/Þorgils: Af tónleikunum í Sandgerði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024