Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hér velur þú ljósahús Reykjanesbæjar 2012
Sunnudagur 16. desember 2012 kl. 14:00

Hér velur þú ljósahús Reykjanesbæjar 2012

Suðurnesjamenn og lesendur vf.is munu velja Ljóshús Reykjanesbæjar 2012 í sérstakri vefkosningu á vf.is. Kosning er hafin á vf.is og stendur hún til miðnættis nk. sunnudag. Í kosningunni er einungis hægt að kjósa eitt hús og það sem fær flest atkvæði fær nafnbótina Ljósahús Reykjanesbæjar 2012.

Nefnd sem fulltrúar frá Reykjanesbæ og Víkur-fréttum hafa skipað undanfarin ár hafa valið tíu hús í Reykjanesbæ sem koma til greina sem Ljósahús Reykjanesbæjar 2012.  

Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt mánudaginn 17. desember kl. 18.00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem flest atkvæði fær verður Ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá líka viðurkenningu.

Verðlaunin koma eins og áður frá HS Orku/Veitu og eru inneign á rafmagnsreikning viðkomandi: 1. verðlaun eru 30.000, 2. verðlaun 20.000 og 3. verðlaun 15.000. Einnig fá verðlaunahafar sérstök viðurkenningarskjöl frá Reykjanesbæ.

Við sama tækifæri verður greint frá fallegustu jólagluggum Reykjanesbæjar.

Hér má sjá hvaða tíu hús voru kjörin í forvali. Ekki er hægt að ná allri jólastemmningunni fram á ljósmyndum og því eru bæjarbúar hvattir til að taka jólarúnt og skoða húsin sem koma til greina. Með því að smella á myndirnar má sjá þær stærri.

Kjósa Ljósahús Reykjanesbæjar 2012

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024