Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 14. maí 2002 kl. 16:26

Heppnin með þeim sem skrá sig á Netinu

Verðlaun voru afhent í dag fyrir rafræna skráningu í Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Alls bárust 53% umsókna um starf hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2002 á rafrænu formi en umsóknir voru alls 272 talsins. Alls skiluðu 129 inn umsóknum á venjulegum umsóknareyðublöðum eða 47% umsækjanda.Að sögn Ragnars Arnar Péturssonar æskulýðs- og forvarnafulltrúa fór þátttaka á rafrænum eyðublöðum fram úr björtustu vonum og stefnt er að því að hlutfallið verði enn meira að ári.

Dregið var úr umsóknum sem bárust rafrænt af upplýsingavef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is en þeir sem ekki höfðu aðgang að Netinu gátu sótt um í tölvuverum skólanna eða á Bókasafni Reykjanesbæjar.

Þeir heppnu eru:
1. vinningur. Námskeið í vefsíðugerð hjá Tölvuskóla Suðurnesja
Díana Ósk Halldórsdóttir 10. bekk
2. vinningur. Árskort á heimaleiki Keflavíkur í knattspyrnu og tölvuleikurinn “Medal of honor”.
Eðvald Ingólfsson 9. bekk
3. vinningur. Árskort á heimaleiki Keflavíkur í knattpyrnu og tölvuleikurinn “Sims hot date”.
Katla Margrét Hjartardóttir 10. bekk

Nemendur í 8., 9. og 10. bekk eiga rétt á að sækja um vinnu í Vinnuskólanum sem hefst þann 10. júní n.k.
Öll eyðublöð Reykjanesbæjar eru rafræn á upplýsingavef www.reykjanesbaer.is og jafnframt má geta þess að almenningi býðst aðgangur að Netinu á Bókasafni Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024