Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hengdu jólakveðju á hurðahúna í hverfinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 2. janúar 2023 kl. 10:49

Hengdu jólakveðju á hurðahúna í hverfinu

Nemendur á miðstigi í Heiðarskóla í Reykjanesbæ sendu nágrönnum sínum í skólahverfinu skemmtilega jólakveðju fyrir þessi jól. Þeir hengdu jólakveðjur á hurðarhúna á heimili fólks.  

Að sögn Bryndísar Jónu Magnúsdóttur, skólastjóra Heiðarskóla var gerð kveðjanna liður í jólaþemadögum sem fóru fram 6. og 7. desember sl. Höfðu nemendur mjög gaman af þessari vinnu og vonuðust þeir til að kveðjurnar myndu gleðja íbúa hverfisins. Þeim þótti leitt að hafa ekki nógu margar kveðjur til að hengja á hurðarhúna allra íbúa skólahverfisins en þeir sendu þeim þó öllum hlýjar jólakveðjur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024