Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hellvar komin heim eftir ferðalag um England
Hljómsveitin Hellvar. Ljósmynd: Geirix
Fimmtudagur 5. mars 2015 kl. 14:04

Hellvar komin heim eftir ferðalag um England

Hljómsveitin Hellvar er nýkomin heim eftir vel heppnað tónleikaferðalag um England. Hellvar lék á tíu tónleikum, meðal annars í London, Cambridge og Northamton. Fyrirhuguð er vinna að næstu breiðskífu sveitarinnarinnar en áður en að því kemur mun Hellvar leika tónleikaprógram ferðarinnar í síðasta sinn á Dillon næstkomandi föstudagskvöld.

„Stop that Noise er auðvitað orðin þriggja ára, en í eyrum Breta er þetta ný plata þannig að við fengum splunkunýja sýn á lögin og þau fengu sum hver nýjan búning. Það var gaman,“ segir Elvar gítarleikari, þreyttur en glaður.

„Það má segja að við höfum laumað okkur bakdyramegin inn í tónleikasenuna sem hverfist um Northamton, því bókarinn var Breti sem búsettur var á því svæði. Við nutum samt ákveðinnar sérstöðu innar þeirrar senu sem Íslensk hljómsveit, og ferðin gekk því vel, við seldum boli og diska og stóðum undir kostnaði. Við förum pottþétt aftur út enda eru nokkur boð búin að berast nú þegar frá festivölum á svæðinu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024