Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hellisbúinn í Frumleikhúsinu
Fimmtudagur 8. mars 2018 kl. 14:22

Hellisbúinn í Frumleikhúsinu

Hellisbúinn heimsækir Suðurnesin og verður í Frumleikhúsinu hjá Leikfélagi Keflavíkur þann 24. mars nk. Forsala miða er hafin á Miði.is

Hellisbúinn snýr nú aftur til Íslands í þriðja sinn en sýningin er líklega mest selda leiksýning landsins. Yfir 105 þúsund Íslendingar hafa hlegið, grátið, og fengið ódýra hjónabandsráðgjöf hjá Hellisbúanum. Jóel Sæmundsson túlkar hinn gifta meðalmann að þessu sinni en þess má geta að Jóel mun leikstýra söngleiknum um Mystery boy sem sýndur verður í Frumleikhúsinu á næstunni. Sýningin er í uppfærðri útgáfu sem tekur á nútímanum og öllum þeim flækjum sem honum tengjast.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024